Endimörk heimsins

Endimörk heimsins
Author: Sigurjón Magnússon
Language Icelandic
Pages: 103
ISBN10: 9979631147
Genre: Uncategorized
Goodreads Rating: 4.00
ISBN13: 9789979631149
Published: 2012 by Ormstunga

Haustið 1939 í rússnesku borginni Sverdlovsk. Snemma kvölds.

Uppljómað í myrkrinu er húsið þar sem Nikulás keisari var skotinn af bolsévíkum sumarið 1918. Á aðalhæðinni hittum við fyrir gesti. Háttsetta flokksmenn frá Moskvu. Þeir standa saman í hnapp við dyr gömlu borðstofunnar. En andspænis þeim − á gólfinu miðju – getur að líta sjálfan Pétur Jermakov. Þann illræmdasta úr aftökusveitinni forðum.